Skilmálar þjónustu og takmarkaðar notkunnar

Icelandic Roots skilmálar þjónustu og takmarkaðar notkunarreglur

(Nr. 1 - í gildi 6. ágúst 2018)

Velkomin(n) í Icelandic Roots!

Sjálfboðaliðar Icelandic Roots vilja að meðlimir okkar kynni sér íslenska arfleifð og hafi gaman af upplifun á internetinu. Þúsundum af klukkutímum hefur verið varið í að byggja upp og endurbæta ættfræði- og söguheimildir okkar og viljum við varðveita það fyrir kynslóðir í dag og komandi framtíð. Að gera það krefst nokkurra skynsamlegra reglna milli okkar og ykkar.

Skuldbinding okkar

Icelandic Roots munu:

 • Halda vel utan um Icelandic Roots Database (IRDB) og útvega veftengdan aðganga eingöngu til meðlima sem að samþykkja skilmála okkar í þessari yfirlýsingu. Við ákveðum reglur í samræmi með lög, innri reglur okkar og það sem að hentar samtökunum.

 • Varðveita persónulegar upplýsingar sem að við söfnum frá meðlimum í samræmi við Persónuupplýsingaverndarreglur (Icelandic Roots Privacy and Data Protection Policy).

 • Stöðva (eða fresta) þjónustu og aðgangi að IRDB þegar skilmálar eru misnotaðir eða ef að við ákveðum að þörf sé á.

 • Stöðva þjónustu og aðgang að IRDB ef að þú óskar eftir því, hvenær sem er og án skýringa.

 • Tilkynna meðlimum ef að samningur þessi breytist og leyfa þeim að segja upp eða halda áfram eftir eigin ósk. Aðgangur að IRDB verður lokaður þegar meðlimir óska eftir því.

Skuldbinding þín

Þú, meðlimur, ásamt þínum nánustu sem að búa á sama heimili, skuluð:

 • Nota IRDB (að skoða, niðurhala og prenta efnisinnihald) eingöngu fyrir persónulega notkun og eða í fræðslutilgangi.

 • Bera virðing fyrir höfundar- og útgáfuréttu á skjölum, skýrslum, myndum og öðrum gögnum sem að hægt er að skoða í IRDB. Allt efnisinnihald í gagnagrunninum er í eigu Icelandic Roots, eða við höfum heimildir til að nota efni frá öðrum aðilum, og eða almenningseign. Hóflega notkun er æskileg af notendum.

 • Þegar þú útvegar ættfræðigögn, myndir, kort eða fjölbreytt gögn:

  • Staðfestir þú að þú hefur leift að deila slíkur og að það er í almenningseign.

  • Láta vita ef að þú vilt að nafn þitt komi fram með upplýsingum frá þér.

  • Skilja að upplýsingar verða í gagnagrunninum og ættfræðingar okkar og aðra IRDB meðlimir mega skoða þær.

  • Samþykkja að ekki kemur greiðsla fyrir gjafir.

 • Samþykkja að deila ekki, selja ekki eða millifæra upplýsingar fengnar frá IRDB til einstaklinga, samtaka eða vefsíðna nema:

  • Ættfræðigögn fyrir nánustu eins og forfeður og afkomendur í sömu ættkvísl meðlims (eða þá nánastu sem að búa á sama heimili) mega vera hlekkt eða geymd í internet ættfræðagagnagrunninum ef að hver skýrsla Icelandic Roots er nafngreind. (Sjá"Tileinkun", f.neðan)
   Þessi undantekning er ætluð til að skrá persónuleg ættartré en ekki fyrir almenna fjölföldun til annara ættfræðivefsíðna. Gögn mega ekki vera seld, millifærð eða í skiptum fyrir greiðslur af neinu tagi.

 • Samþykkja að deila ekki innskráningu eða lykilorðsupplýsingum eða IRDB gagnagrunnsaðgang með öðru fólki eða aðilum, nema þeim nánustu sem búa á sama heimili. Þú mátt benda þeim á að hafa samband við okkur um áskrift svo við getum skoða möguleika um aðgang.

 • Útvega nákvæmar upplýsingar sem að snúa að sambandi við skráningu þína og tilkynna Icelandic Roots um breytingar hennar, t.d. tölvupóstur, svo að við getum útvega aðgang og tilkynnt ef að samningar breytast.

 • Samþykkja að taka á móti tölvutækum skilaboðum frá okkar, t.d. tölvupóst.

 • Hætta notkun á IRDB og hafa samband við Icelandic Roots ef að þú vilt ekki uppfylla skilyrði þessa samnings.

 • Viðurkenna að mistök og yfirsjón eru almenn í ættfræðivettvangi og þó að við reynum að vera eins nákvæm og hægt er, Icelandic Roots getur ekki ábyrgst fullkomlega að allar upplýsingar séu háréttar. Innihald þessara vefsíðu er með þeim skilyrðum "eins og hún er" og án ábyrgðar af neinu tagi, hvorki beinni eða óbeinni.

 • Samþykkja að linkir að öðrum vefsíðum eru ekki stjórnað af okkur, og við erum ekki ábyrg fyrir innihaldi þeirra.

 

Tileinkun

 • Ættfræðigögn frá IRDB skulu að lágmarki vera með meðfylgjandi staðhæfingu við "Reference field" eða heimildarreitir fyrir hver gögn. Notendar eru líka kvattir til að láta fylgja upphafsupplýsingar, ef þær eru til, eins mikið og hægt er.
  Icelandic Roots Genealogy Database, www.icelandicroots.com

   

Persónuupplýsingarvernd

 • Öll gögn verða meðhöndluð og varðveitt eftir Persónuupplýsingaverndarreglum okkar.
   

Samningur að Icelandic Roots, skilmálar, þjónusta, skilyrði og valdsvið

 • Með því að nota Icelandic Roots Genealogy Database (IRDB) vefsíðu, IcelandicAncestry.com samþykkir þú alla skilmála og skilyrði skráð í þessa skjali ("Agreement"). Ef að þú eru ósamála með eitthvað í þessum skilmálum, vinsamlegast notaðu ekki IRDB vefsíðuna. Við megum breyta skjalinu hvenær sem er og tilkynna meðlimum með tölvupósti ef að breytingar verða. Ef að þú heldur áfram að nota vefsíðuna eftir að skjalið ("Agreement") er breytt þá þýðir það að þú samþykkir breytingar. Þú getur séð nýjastu útgáfuna hér:
   

 • Þessi vefsíða er tileinkuð íslenskri menningu, sögu og ættfræði og er í eign og stjórnað af Icelandic Roots, skattfjáls (501c3) samtök skráð í Norður Dakota fylki. Samningur ("Agreement") þessi fer eftir lögum Norður Dakota fylkis. Valdsvið um málefni í tengslum við vefsíðu þessa eru í Fargo, North Dakota, Bandaríkjunum.

 

Spurningar

Uppfærslur

25. maí 2018 - frumútgáfa

6. ágúst 2018 - endurskoðun 1.

Icelandic Roots is a non-profit, educational, heritage organization specializing in genealogy, history & traditions of our Icelandic ancestors.

Icelandic Roots
2843 27th St S, Fargo, ND  58103   USA

© 2018 by Icelandic Roots