top of page

Geitavík – and the Magician Who Lost

Updated: Dec 1, 2021


by Cathy Josephson


Hi, I am Cathy and one of the genealogists who work on the IR Database. One of the neat things about our online site is the stories. We add biographies and stories of all kinds to the people in the genealogy database. It is not just names and dates.

I have a fun story to share with you from one of our resources: Ættir Austfirðinga.

Okay. Here’s how the magician lost:

“Jón Árnason and Magic-Imba lived at Geitavík in Borgarfjörður (eystri) and he was called Jón “goat”. He was considered to be evil and much involved with magic spells. He made a vow against people, if he didn’t get what he wanted. It is said that their animals dropped dead, or some kind of accident happened to people. Then lived Sigurður Magnússon the Strong (1364 in Ættir Austfirðinga) in Njarðvík (this is in Borg.-eystri). He had a good horse. Once came Jón “goat” to Njarðvík and wanted to buy this horse, but Sigurður refused to sell. Jón said it wasn’t certain that Sigurður would enjoy the horse much longer. Shortly after the horse was found dead not far away, in Manir (a place name that Sverrir says might be a gravelly area near the farm). It was in the fall. Sigurður left the carcass there. Came the end of the month, but Jón didn’t come to Njarðvík. Very early one morning Sigurður saw a man walking past the bay on the way to Gönguskarð, and he thought it looked like Jón “goat”. Sigurður ran to stop him and reached him a short way from the carcass. It was Jón. Sigurður then grabbed him and dragged him to the dead horse. Then he tore the intestines from the body and wrapped them around Jón’s head as long as they lasted. Finally, he stuffed Jón in the carcass and announced this was done as a remembrance of their “business dealings”.

Jón never fooled with him again. (- or, as Sverrir said, laughing, “He left that boy alone!”)

Séra Gísli the old was then minister at Desjarmýri (the parish in Borg.-eystri). He had often shamed Jón for his mumbo-jumbo and nastiness. Jón was then not very popular in Borgarfirði, and it is not unlikely that because of this he moved to Strandhöfn on the north coast of Vopnafjörður. It is the outermost farm and very remote. Jón was married and had a daughter named Elízabet (b. abt. 1725).”

Anyway, now you have the story of the Jón “goat”, the wizard who lost! Find YOUR famous ancestors and read more about the people of our shared history by joining the database!

Photo of Geitavík. Contact Mats Wibe Lund for copies of Icelandic Places, Farms, and great photos. www.mats.is

Now that you have read the translation, here it is in Icelandic:

10564 Jón Árnason og Galdra-Imbu bjó í Geitavík í Borgarfirði og var kallaður Jón “geitir”. Hann þótti illmenni og flæktur mjög við galdra. Hafði hann í heitingum við aðra, ef hann fékk ekki af þeim það er hann vildi. Er sagt að þá hafi dottið niður dauðar skepnur þeirra, eða einhver óhöpp komið fyrir þá önnur. Þá bjó Sigurður Magnússon sterki (1364) í Njarðvík. Hann átti hest góðan. Eitt sinn kom Jón geitir í Njarðvík og falar hestinn af Sigurði, en hann neitaði. Jón kvað þá ekki víst, að hann nyti hans lengi. Litlu síðar fanst hesturinn dauður inni á Mönum. Þetta var um haust. Sigurður lét skrokkinn liggja þar. Leið svo fram á útmánuði, að Jón kom ekki í Njarðvík. Einn morgun snemma mjög sá Sigurður mann ganga yfir víkina áleiðis til Gönguskarðs, og þótti hann líkur Jóni geiti. Hleypur Sigurður í veg fyrir hann og nær honum skammt frá skrokknum. Var það Jón. Sigurður grípur hann þegar og dregur hann að skrokknum. Rífur síðan langana úr skrokknum og barði þeim um haus Jóni meðan þeir entust til. Síðan tróð hann Jóni inn í skrokkinn og kvað þetta gert til minningar um viðskift þeirra. Ekki glettist Jón við hann aftur.

Séra Gísli hinn gamli var þá prestur á Desjarmýri. Er sagt að hann hafi oft barið blóðið fram úr Jóni fyrir kukl hans og illmennsku. Jón hefir því ekki orðið vinsæll í Borgarfirði, og er ekki ólíklegt að hann hafi af þeim sökum flutzt til Strandhafnar á norðurströnd Vopnafjarðar. Er það yzti bær þar og mjög afskekktur. Jón var kvæntur og er ókunnugt um konu hans, en dóttur átti hann, er Elízabet hét (f. um 1725).

Latter part of 10563

Börn séra Árna og Ingibjargar voru Gunnar 10638, Gísli, Margrét, Þuríður 10041. Jón Sigfússon telur einnig son þeirra Jón “geiti” í Geitavík, er síðast hafi flutzt í Strandhöfn, og verið faðir Elízabetar, móður Ingveldar, konu Gríms Jónssonar í Leiðarhöfn. En það mun þó óvíst, líklega mun Jón, faðir Elísabetar vera sonur Þuríðar Árnadóttur (10641) á Nesi og Guðmundar Oddssonar. Í Geitavík býr Jón Guðmundsson 1734 og annar Jón Guðmundsson í Geitavíkurhjáleigu. Sögn er um það, að þegar Jón geitir bjó í Geitavík hafi annar Jón búið í Geitavíkurhjáleigu og verið kallaður Jón “grái”, hafi báðir verið göldróttir og senzt á sendingum, en komið þeim fyrir í dýi milli bæjanna, er síðar var kallað “Djöfladý”. Átti Jón grái að hafa haft betur. Jón Sigfússon segir, að Jón geitir, sem hann telur Árnason, hafi síðast flutzt að Strandhöfn í Vopnafirði og endað þar ævi sína, og þar bjó Elízabet dóttir hans eftir hann. En nú deyr Jón Guðmundsson í Geitavík 1754, fátækur, og fengu börn hans engan arf. Getur sá Jón því ekki verið faðir Elízabetar, nema Strandhafnarsagan sé tilbúningur. Og þó er hún svo einkennileg, að ólíklegt er, að hún sé tilbúningur einn. Hefur líklega Jón “geitir” búið þar á undan honum og farið þaðan til Strandhafnar, einhvern tíma milli 1720 og 1730, því að 1734 býr Jón Ásmundsson í Strandhöfn, og hefði því Jón geitir verið dáinn. Þetta getur auðvitað vel hafa átt sér stað, hvort sem væri að ræða um Jón son Þuríðar eða bróður hennar. Jón sonur hennar hefur verið fæddur um 1684, er 19 ára 1703. En Jón bróðir hennar mundi vera fæddur kringum 1670-1675, varla síðar en 1675, því að þá hefur Ingibjörg líklega verið orðin 45 ára. Þuríður dóttir hennar er fædd um 1660, og Gunnar sonur hennar verður prestur 1696 og mun þá vera fæddur um 1670-1675. (footnote: Séra Gunnar var f. 1664. – B.G., one of those who checked the ÆAu. for errors)

Elízabet í Strandhöfn, dóttir Jóns geitis, er fædd um 1725. Hefur þá Jón sonur Þuríðar verið 41 árs, en Jón Árnason ef til hefir verið 50-55 ára eða heldur eldri. Hún getur því hafa verið dóttir hvors þeirra sem væri. Jóns Árnasonar er ný hvergi getið í manntalinu 1703 hér eystra, svo að séð verði líkindi til, að þar væri um bróður Þuríðar og son Galdra-Imbu að ræða. En hann gat hafa verið einhvers staðar vinnumaður fjarri henni eða komið síðar austur en 1703.

Nú skiptir litlu um ættfærslu Elízabetar í Strandhöfn, hvort Jón faðir hennar hefir verið sonur Þuríðar eða bróðursonur, þar sem ætt Guðmundar, manns Þuríðar, verður ekki rakin. Og þar sem ætt frá Galdra-Imbu er í blöðum Jóns Sigfússonar auðsjáanlega rakin af einhverjum skýrum og fróðum manni um þá ætt, en ekki af Jóni Sigfússyni sjálfum, (ef til vill af Hjörleifi sterka), þá mun réttast að halda sér við það, sem þar segir, og telja Jón Árnason, bróður Þuríðar, föður Elízabetar í Strandhöfn, þar sem ekki eru full gögn fyrir því, að Jón faðir hennar hafi verið sonur Þuríðar.


Email us your questions or join the conversation on our Facebook Group.

bottom of page