top of page

The Joy of Réttir

Updated: Sep 15, 2022

By: Þórdís Edda Guðjónsdóttir

Íslensk útgáfa hér að neðan / Icelandic text to follow


sheep roundup
Rekið inn í almenninginn / The sheep gathered in almenningur

September is a busy month for farmers in Iceland. This is the month of rounding up the sheep from the mountains (called smalamennskur, göngur and leitir in Icelandic) and réttir. Rounding up the sheep can take from one day up to nine days. Each farm community has their own réttir, a place where the sheep are gathered together and sorted in stalls, one for each farm. In some farm communities the round up takes place the first weekend in September, in others on the second or even third weekend.


sheep sorting
Dregið í sundur / The sheep sorted in dilkar

Hvalsárrétt in Hrútafjörður, in the North-West of Iceland, takes place on a Saturday, the second weekend in September. That day the people who go rounding up, so called smalamenn, leave early in the morning and head to the mountains and return with the sheep in the afternoon the same day. There they are greeted by other people who help with getting the sheep into a fenced off field next to the réttir. Then the smalamenn stop for nourishment in the réttarskúr, a little house where people can buy coffee, bread and home made cakes. When they feel full and rested, the réttir begins. The sheep are gathered in a circular shaped common area, called almenningur, in the center. To all sides of the circle are triangular shaped stalls called dilkar (singular dilkur). The farmers and everyone, both young and old, who wants to join in go in the almenningur and sort the sheep into the dilkar. Each farm has a number that can be read on the sheep’s eartag and farmers also use a few earmarks that help them to recognise their sheep. When all the sheep have been sorted in the right dilkur, they are brought home.


What characterizes the réttir, in my opinion, is joy. Farmers and guests come together to talk, sing, and to enjoy themselves. Many people who grew up in this farm community and have now moved away, return for réttir to visit friends and family, so there is lots to catching up that happens. Some of them even want to refresh their skills on sorting the sheep, hear the sheep baa and breathe in the fresh air. The sounds of sheep, horses, tractors, four-and six-wheelers, people yelling and laughing also characterize this day.


This year Hvalsárrétt was held on September 14th. As you can see in the pictures from the day the weather wasn’t the greatest, with heavy rain and wind, but that was one of the things that also made the day so great.

(Scroll down for video clips!)


Réttir [íslensk útgáfa / Icelandic version]


September er annasamur mánuður hjá bændum landsins. Þetta er mánuður fjárleita og rétta. Leitir geta verið allt frá einum degi upp í níu daga. Hver sveit hefur sína fjárrétt og er misjafnt eftir landshlutum hvenær er réttað. Sums staðar er alltaf réttað fyrstu helgina í september, annars staðar um aðra eða jafnvel þriðju helgina.rettir - sheep roundup
Réttir

Í Hvalsárrétt í Hrútafirði er réttað á laugardegi, aðra helgina í september. Þann dag leggja smalamenn af stað snemma morguns til að smala afréttinn og koma með féð í réttina um miðjan sama dag. Þar tekur á móti þeim fjöldi fólks sem aðstoðar við að smala fénu í girðingu við réttina. Að því loknu setjast smalamenn inn í réttarskúrinn og fá sér kaffi og meðlæti, brauð og bakkelsi. Þegar þeir hafa nært sig hefst fjörið. Fénu er smalað inn í almenninginn og vinna bændur og allir sem vilja, bæði ungir sem aldnir, í að draga féð í rétta dilka. Hver sveitabær á sitt bæjarnúmer og eiga bændurnir nokkur eyrnamörk til að þekkja sitt fé. Að loknum réttum er féð ýmist rekið eða keyrt heim.


Það sem einkennir réttirnar, að mínu mati, er gleði. Bændur og aðrir gestir koma saman og spjalla, jafnvel syngja og hafa gaman. Margir brottfluttir koma í réttina að hitta fyrrum sveitunga sína, fjölskyldu og vini og því margt sem þarf að spjalla um. Sumir vilja rifja upp gamla takta við að draga féð í dilka, heyra jarmið og anda að sér fersku lofti. Jarm í kindum, hnegg í hestum, vélarhljóð í farartækjum, hróp, köll og hlátur í fólki einkenna þennan dag.


Nú í ár var réttað í Hvalsárrétt 14. september og eru meðfylgjandi myndir og myndbönd tekin þann dag. Eins og sjá má var veður ekki það besta, rok og rigning, en það skemmdi ekki stemninguna.

If you would like to see video clips from this day, you can click on the following links:

Myndböndin má finna hér, betra er að hafa hljóðið á:

Please remember to turn the sound on.


Hefur þú farið í réttir? Hvar og hvenær? Endilega sendu okkur skilaboð eða svaraðu á samfélagsmiðlunum Facebook eða Instagram.


Have you been to réttir? Where and when? Send us a message or tell us on Social Media.

Email us your questions or join the conversation on our Facebook Group.

bottom of page