top of page
IMG_3072.jpg

Genealogist

Sigurlaug Jóna Sigurðardóttir

Image-empty-state.png

Reykjavík, ÍSL

Sigurlaug Jóna Sigurðardóttir was born in Höfn and raised in the countryside nearby. Besides her parents, grandparents, and five siblings, there were also great aunts and uncles living in the same household, and the kids enjoyed spending time with them. Sigurlaug’s interest in genealogy comes from her parents and especially her mother’s side of the family. Since 1990, she has enjoyed compiling genealogy information for family reunions, both for her family and her in-laws. Along with her parents, two of her sisters, and a brother-in-law, Sigurlaug visited Canada in 2006. The welcome they received from relatives was so special that Sigurlaug says she finds herself thinking back on that trip almost every day.

Sigurlaug has lived in the greater Reykjavík area since 1982, first in Kópavogur and Reykjavík and now in Garðabær. With Guðni Olgeirsson, she has three children, Finnur, Signý, and Gerður, and two granddaughters, Margrét and Vordís. In recent years, Sigurlaug and her husband have enjoyed outdoor activities, like hiking and helping to build new hiking trails. In 2018, they bought a small summer house near Kirkjubæjarklaustur. Sigurlaug says the Icelandic countryside is a large part of her identity, so she enjoys spending time at the summer house and taking in the natural beauty of the area. It’s also the perfect jumping-off point for a visit to her childhood stomping grounds in the southeast.

Íslenska fyrir neðan

Ég er fædd á Höfn og uppalin í sex systkina hópi á Stapa í Nesjahreppi, Austur-Skaftafellssýslu, sem nú heitir Sveitarfélagið Hornafjörður. Á heimilinu bjuggu þá auk foreldra, afa og ömmu, fullorðin systkini afa míns í föðurætt, sem við krakkarnir nutum samvista við. Sveitin á alltaf stóran sess í mér og sú magnaða og fjölbreytilega náttúra sem prýðir héraðið er verðmætari en orð fá lýst.

Ættfræðiáhuginn hefur að mestu verið fenginn í gegnum móðurætt mína, aðallega frá móðursystur og svo líka frá foreldrum mínum báðum. Allt þetta fólk er og hefur verið ákaflega ættrækið og duglegt að halda tengslum við samferðafólk sitt. Frá árinu 1990 hef ég tínt saman efni í nokkur lítil niðjatöl í tengslum við niðjamót í fjölskyldum mínum og tengdafólks míns. Þá hefur mér áskotnast nokkuð af sendibréfum frá ættingjum vestanhafs sem einstakt er að lesa þar sem lýst er afkomu þeirra snemma á síðustu öld. Eina skal hér telja ógleymanlega ferð til Kanada árið 2006 með foreldrum, tveimur systrum mínum og mági. Þar voru móttökur ættingja okkar svo einstakar og minningar þaðan rifjast upp nær daglega.

Frá 1982 hef ég búið á höfuðborgarsvæðinu, Kópavogi, Reykjavík og nú síðustu tíu ár í Garðabæ. Við Guðni Olgeirsson eigum þrjú börn; Finn, Signýju og Gerði og tvö barnabörn Margréti og Vordísi Finnsdætur.

Gönguferðir í óbyggðum og útivist hafa átt hug okkar hin seinni ár og mótun nýrra gönguleiða á afréttum Landmanna og Rangvellinga. Vorið 2018 eignuðumst við lítið sumarhús austur í Landbroti og þar dveljum við af og til í einstakri náttúrufegurð sem gerir enn styttra að skreppa í heimahagana í austursýslunni.

bottom of page