top of page

Römm er sú taug - Strong is the Bond

Römm er sú taug...

(English translation follows below)


Kvöld eitt skrapp ég upp á loft til að spjalla við afa og ömmu sem þar bjuggu. Ég var 10 ára gömul þegar þetta var og mér fannst þau vera orðin mjög gömul. Amma mín Þóranna Þorsteinsdóttir var fædd 1881 en afi Guðmundur Sigurðsson 1877. Þau voru meira að segja fædd á annarri öld en ég!

Þóranna - Amma
Guðmundur - Afi

Ég sagði þeim að þegar ég yrði stór ætlaði ég til Ameríku. Þau setti hljóð þangað til amma sagði, “Ætlarðu til Ameríku, barnið mitt? Hefurðu ekki heyrt hvernig er í Ameríku? Það fóru margir frá Stokkseyri og Eyrarbakka og sveitunum í kring og það heyrðist aldrei frá þeim aftur. Líklega hefur allt þetta fólk bara dáið, viltu nokkuð vera að hugsa um að fara til Ameríku?


Þetta voru alvarlegar fréttir. Hvað þá með hann Richarð Beck, hann var að tala í útvarpið um daginn? Þá var sagt að hann hefði fæðst á Reyðarfirði á Íslandi. Faðir hans hafi dáið þegar Richard var drengur og þegar hann hafði lokið skólanámi hér héldu þau mæðginin til Winnipeg í Kanada.


Ég hlustaði á fyrirlestur Richards og hann sagði frá íslensku fólki í Ameríku, alveg sprelllifandi fólki sem leið bara vel.


Ég sagði þeim að ég hefði líka lesið í bók um ýmsa fræga Ameríkana sem höfðu gert margt gott fyrir þjóð sína, t.d Benjamín Franklín, Abraham Lincoln og konu sem hét Abigail Adams. Þeim gekk öllum vel í Ameríku og mig langaði að sjá þetta land.

Afi og amma drógu þessar frásögur allar í efa, töldu sig vita betur.


En svo var komið að því að ég var að fara til Ameríku, búin að ljúka menntaskólanámi og farin að kenna. Hvað var að stúlkunni að vilja strekkja til Ameríku?


Þegar ég kvaddi ömmu, daginn sem ég flaug vestur stundi hún upp: “Vertu blessuð, guð verndi þig, þar fór góður biti í hundskjaft”


Fyrsta árið mitt í Ameríku hitti ég fyrst mann af íslenskum ættum, afkomanda innflytjenda. Ég hafði farið í heimókn í barnaskóla sem rekinn var fyrir börn af þjóð frumbyggjanna í vesturhluta Iowa ríkis. Skólastjórinn kynnti sig Mr. Gudmundson. Hvað, ertu íslenskur? spurði ég. Í ljós kom að afi hans og amma höfðu farið frá Íslandi og farnast vel í nýja landinu. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn Vestur-Íslending tala um hvað hann langaði mikið til að sjá land afa síns og ömmu. Ég spurði hann hvort hann héldi að þau hafi haft heimþrá og játti hann þvi. Ég veit að hugur þeirra dvaldi mikið heima en þau sáu landið sitt aldrei aftur. Þau urðu að fara því að þau gátu ekki fengið land til að búa á heima. Þannig var nú það.


Börnin þyrptumst kringum Mr. Gudmundson þegar við vorum að tala saman á blendingi af ensku og íslensku sem hann enn kunni frá því hann var samvistum við afa og ömmu.

Nokkrum árum seinna þegar ég var komin til Boston hringdi síminn kvöld eitt. Stúlkan sem var að hringja spurði mig hvort ég væri íslensk og sagði að langalangafi hennar og langalangamma hefðu flust frá Íslandi til Ameríku.


Mætti hún koma og hitta mig sem auðvitað var sjálfsagt. Þau höfu búið í N-Dakota og þar var heimili foreldra hennar. Nú var hún komin til Boston til að stunda nám við háskólann í Boston og þar hafði hún rekist á nafn mitt! Greinilegt var á tali hennar að hún var alin upp í tveim menningarheimum, þeim íslenska og bandaríska. Mér fannst ég skynja ást til lands forfeðra hennar, sem mér þótti þá undarlegt.


Hana langaði að sjá á landakortinu hvar langaafi og langamma höfðu átt sín æskuár og eignast þá ást á landinu að þau þráðu alla sína daga að sjá það aftur. Og svona var þetta jafnvel þó að þau hafi orðið að fara vegna þess hvað aðbúnaðurinn var slæmur.


Ég gat ekki hjálpað henni með þetta. Þetta var löngu fyrir daga www.icelandicroots.com og Sunnu!


Mörgum árum seinna hef ég nú hitt, hlustað á og talað við marga Vestur-Íslendinga og fundið fyrir einlægri ást þeirra á landi forfeðranna.


Eftir því sem árum mínum í Ameríku fjölgaði varð hemþrá mín æ sterkari og ágengari einkum þegar fór að vora. Ég fylgdist með flugi gæsaflotanna þegar þær flugu norður til sumarhaganna. Mig vantaði vorilminn og lambagrasið.

Núna þegar ég hlusta á Vestur Íslendinga tala af kærleika um land forfeðranna er hjarta mitt auðmjúkt og þakklátt að þeir skuli allir vera þarna, glaðir og reifir, þakklátir fyrir allt sem afarnir og ömmurnar lögðu á sig svo að þau mættu öll öðlast betra líf en þá blasti við á Íslandi!


Ég var oft með heimþrá þegar ég bjó í Ameríku en vissi hins vegar að ég myndi fara aftur heim en afinn og amman sem fluttu vestur vissu að svo yrði ekki í þeirra tilviki.

Já, römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.

Strong is the bond …


One evening I went upstairs in our house to visit with my grandparents who lived there. I was only 10 years old and thought they were both quite old. My grandmother, Þóranna Þorsteinsdóttir was born 1881 and my grandfather, Guðmundur Sigurðsson 1877. They were even born in a different century than I!


During that visit, I told them I would one day be going to America. They became very silent until amma said: ”Are you going to America, my dear child? Haven't you heard how it is in America? A few from my area, Stokkseyri and Eyrarbakki left and were never heard from. We think they must all have died. Maybe you should not be thinking about going to America."


This was rather serious. What about Richard Beck? I heard him talking over the radio the other day. I heard that he had been born in Reyðarfjörður, Iceland. His father died while Richard was still a young boy and later he moved with his mother to a place called Winnipeg in Canada.


I listened to Richard's lecture and he talked about Icelandic people in America, all well and alive and feeling good.


I told my grandparents that I had also read in a book about some famous Americans who had done good deeds for their country, e.g. Benjamin Franklin, Abraham Lincoln, and a woman named Abigail Adams. They all had a good life in America and I wanted to see that country.


My grandparents questioned these stories, thought they knew better.


Then it was happening, I was going to America. What is wrong with this girl, having to go to America? She has graduated from college, is already teaching, and yet she is going?

The day I flew west I went to see my amma. She almost whispered: “Go blessed, may God protect you, here a good bite is going to the dogs.”


During my first year in America, I met only one man of Icelandic descent. I was visiting a grade school where indigenous children were taught. The headmaster introduced himself as Mr. Gudmundson.


"What, are you Icelandic?" I asked. Come to find out that his grandparents had emigrated and lived well in the new country. There I heard for the first time a West- Icelander talk about his longing to visit and see the country his amma and afi had left. They left because their country couldn't sustain them, he said. I asked him whether he thought they had been homesick and he answered yes, they were. “I know, he said that their heart was in Iceland but they never did see their country again. So it was”.


The children gathered around Mr. Gudmundson as we were conversing in a mix of English and the Icelandic he still knew from his days with his grandparents.


A few years later when I had moved to Boston the phone rang one evening. The girl calling asked me if I were Icelandic and said her great-grandparents had emigrated from Iceland. Could she meet with me? Of course, she could, and the following Saturday we met. Her great grandparents had emigrated and settled in N-Dakota where she was brought up. Now she was in Boston, studying at the University of Boston and that is where she had seen my name! She was clearly brought up in two cultures, the Icelandic one and the American one. I even sensed love for the country of her ancestors, strange I thought.


She wished to find out and see on the map where her great grandparents had spent their youth. They loved their country so deeply that they longed for it even if they had to leave due to the conditions there. I could not help her.


This was years before www.icelandicroots.com and Sunna! Now with a few clicks of a mouse on a computer, you can easily see how each of us is related, where we come from in the maps, photos, and much more. I have been meeting, listening, and talking to many West-Icelanders and feel that intense love for the country of their roots.


As my years in America began to accumulate my longing for Iceland became more and more pressing, particularly in the spring. I would watch for the fleets of geese heading north to their summer dwelling place. How I missed the scent of spring and the lamb grass.


When I now listen to West-Icelanders talk lovingly about their ancestors I listen humbly and with gratitude that they are all there, content people, grateful for all their ancestors, afi and amma took upon themselves to do so they all might have a better life than was offered to them in Iceland at that time.


I often suffered from being homesick when I lived in America but knew that I would return home but afi and amma on the other hand, who emigrated had no hope ever to see their land again. I often think about them.


Yes, strong is the bond...


Would like to share with you a poem by Grímur Thomsen who for years lived in Denmark, working for the Danish government. Björgvin Guðmundsson, a West-Icelander who moved “home” and lived in Akureyri wrote the music to the poem. Björgvin was born in Vopnafjörður in 1891, emigrated with his family to Canada, and lived there for years before moving back. His contribution to the cultural scene in Iceland is tremendous.


Please listen (the Icelandic and English text is below the video link):

Karlakór Reykjavíkur, May 3rd 2015, Íslands lag (The sound of Iceland)


Heyrið vella' á heiðum hveri,

heyrið álftir syngja' í veri.

Íslands er það lag.

Heyrið fljót á flúðum duna,

foss í klettaskorum bruna.

Íslands er það lag.


Listen to the bubbling of the hot spring

Listen to the swans trumpeting

That is the sound of Iceland.

Listen to the river rushing

The waterfall falling down the cliff

That is the sound of Iceland.

Og í sjálfs þíns brjósti bundnar,

blunda raddir náttúrunnar

Íslands eigið lag.

Innst í þínum eigin barmi,

eins í gleði' og eins í harmi,

ymur Íslands lag.


In your own bosom

slumber the voices of Nature

Iceland's own sound.

Deep in your own bosom

In joy as in sorrow

Sounds strong the voice of Iceland.


Guðmundur Ottó - An Icelander

1 Comment


Unknown member
Feb 08, 2022

Dailymotion, Facebook, and Vimeo, among others. Videoder Video Downloader free likewise upholds top-notch downloads and a few document designs like 3GP, MP4, FLV, and that's only the tip of the iceberg.

https://apkmodule.com/videoder-video-downloader-apk/


Like

Email us your questions or join the conversation on our Facebook Group.

bottom of page