Skilmálar þjónustu og takmarkaðrar notkunar
VINSAMLEGAST LESIÐ ÞESSAR REGLUR VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ NOTAR ÞESSA SÍÐU. AÐGANGUR OG ÁFRAM NOTKUN Á SÍÐUNNI ÞÝÐIR AÐ ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ FYLGJA „SKULDBINDINGUM ÞÍNUM“
(Önnur endurskoðun, gildir frá 15. júlí 2020)
Velkomin(n) í Icelandic Roots!
Sjálfboðaliðar Icelandic Roots vilja að áskrifendur okkar kynnist hinum íslenska arfi og njóti þess að vafra um vefsetrið. Þar sem þúsundum klukkustunda hefur verið varið til að þróa og bæta þessar heimildir um ættir og sögu okkar viljum við varðveita þær fyrir komandi kynslóðir sem og núlifandi fólk. Til að svo verði þarf að setja nokkrar sanngjarnar reglur um notkun og þjónustuna.
Skuldbinding okkar (stjórnar Icelandic Roots)
Icelandic Roots mun:
-
Viðhalda gagnagrunni Icelandic Roots (skammstafað IRDB) og leyfa aðgang að honum aðeins tilteknum notendum sem samþykkja þessa skilmála. Reglur Icelandic Roots um aðgengi byggjast á lögum, innri reglum og þörfum Icelandic Roots.
-
Varðveita allar persónulegar upplýsingar sem koma frá notendum í samræmi við reglur okkar um persónuvernd og gagnavernd (Icelandic Roots Privacy and Data Protection Policy).
-
Fylgjast með notkun gagnagrunnsins til að sjá hvort eitthvað er athugavert við hana.
-
Stöðva aðgang og notkun gagnagrunnsins þegar þú biður um það hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er.
-
Stöðva aðgang og notkun gagnagrunnsins ef skilmálar eru brotnir, til dæmis með afritun eða birtingu upplýsinga úr grunninum, eða þegar önnur nauðsyn krefur að dómi Icelandic Roots.
-
Kynna notendum allar breytingar á þessum skilmálum til að þeir geti ákveðið hvort þeir vilja halda áfram áskrift sinni eða hætta henni. Aðgangi notanda að gagnagrunninum (IRDB) verður lokað ef hann óskar þess.
Skuldbinding þín
Þú, áskrifandi (og nánasta fjölskylda – á sama heimili):
-
Lofar að lána ekki öðrum notendanafn eða lykilorð, þ.e. aðgang að gagnagrunni Icelandic Roots, nema fjölskyldumeðlimum sem búa á heimilinu. Þú getur bent öðrum á að hafa samband við Icelandic Roots til að gerast áskrifendur ef þeir uppfylla þau skilyrði sem Icelandic Roots setur.
-
Notar gagnagrunninn (IRDB), þ.e. skoðar, sækir eða prentar gögn úr honum aðeins til persónulegra nota eða fræðslu, en ekki til að hagnast á því.
-
Lofar að deila ekki, selja eða færa gögn úr gagnagrunninum (IRDB) í hendur neins einstaklings eða stofnunar. Ekki má heldur færa gögn úr gagnagrunni Icelandic Roots í annan gagnagrunn eða á vefsíðu sem er aðgengileg þeim sem ekki hafa aðgang að Icelandic Roots, til dæmis Ancestry.com, FamilySearch.org, Íslendingabók, o.s.frv.
Undantekning frá þessari reglu er:-
Gögn úr gagnagrunni Icelandic Roots má færa í einkasafn eða ættarskrá tiltekins hóps sem
-
takmarkast af niðjum langafa og langömmu.
-
Forfeður þínir til brottfluttra forfeðra þinna
-
-
Þessi hópur er sá sem birtist undir liðnum Mitt frændfólk á forsíðu hvers notanda.
Bent skal á að upplýsingar um aðra en þá sem hér voru nefndir má ekki afrita nema að fengnu sérstöku leyfi sem hægt er að sækja um hér: Icelandic Roots Terms of Service Exception Request.
-
-
Heiðra höfundarrétt allra skjala, skráa, mynda, gagna og annars efnis sem er gert aðgengilegt til skoðunar í IRDB. Allt efni sem finnst á síðunni er í eigu Icelandic Roots, leyfir okkur eða er innan almenningseignar.
-
Virðir höfundarrétt allra skjala, mynda, myndskeiða, korta og annarra gagna.
-
Gætir þess að brjóta ekki höfundarrétt ef þú sendir slík gögn til Icelandic Roots.
-
Tekur fram ef þú vilt að slíkt sé merkt rétthafa.
-
Gerir þér grein fyrir að slík gögn sem send eru til Icelandic Roots eru öllum sýnileg sem nota gagnagrunninn.
-
Gerir þér grein fyrir að engin umbun er veitt fyrir að senda gögn eða upplýsingar til Icelandic Roots.
-
-
Gefur upp skýrar upplýsingar um heimili, síma, tölvupóst eða annað þess háttar sem gerir Icelandic Roots kleift að hafa samband ef þörf krefur.
-
Fellst á að þér sé sendur tölvupóstur eða önnur rafræn skilaboð.
-
Sættir þig við að villur og gloppur eru algengar í ættfræði og þótt starfsfólk Icelandic Roots reyni sitt besta til að útrýma villum og gæta nákvæmni er ekki hægt að taka ábyrgð á að allt sé rétt í grunninum. Upplýsingar í grunninum eru „eins og þær eru“ og án ábyrgðar – beinnar eða óbeinnar.
-
Samþykkir að vefslóðir sem vísa út fyrir gagnagrunninn (t.d. heimildir) eru ekki á ábyrgð Icelandic Roots.
-
Hættir að nota gagnagrunninn ef þú vilt eða getur ekki sætt þig við þær reglur sem hér eru settar fram.
Notkun gagnagrunnsins
Við (Icelandic Roots) hvetjum áskrifendur til að nota gagnagrunninn sjálfan til að skoða og leita.
Sjálfboðaliðar Icelandic Roots vinna stöðugt að því að bæta efni í grunninn, héðan og þaðan, og bæta það sem komið er. Notendur eru hvattir til að senda inn hvers kyns gögn og upplýsingar um fjölskyldur sínar eða aðra svo hægt sé að koma slíku á framfæri við núlifandi og ófæddar kynslóðir. Þar sem þessi vefur er í sífelldri þróun eru notendur hvattir til að nota hann fremur en að taka afrit sem gætu orðið úrelt með tímanum.
Þar sem áskrifendur eru hvattir til að nota gagnagrunninn sjálfan eru ekki settar skorður við innkomum eða flettingum. Þó kann að verða haft samband við áskrifanda ef notkun hans er umtalsvert meiri en gerist og gengur – til að ganga úr skugga um að hann virði þessa skilmála. Félagsmenn með stöðugt mikla notkun gætu fengið viðskiptasvörun sína minnkað til að veita betri þjónustu við alla meðlimi.
Tilvísanir
Ættfræðiupplýsingar sem fengnar eru úr gagnagrunni Icelandic Roots (IRDB) skulu merktar með tilvísun í grunninn með orðunum Ættfræðigagnagrunnur Icelandic Roots, www.icelandicroots.com.
Sé þess kostur er æskilegt að vísa til frumheimilda ef þeirra er getið í gagnagrunninum.
Persónuvernd og gagnavernd
Öll gögn eru meðhöndluð og varin í samræmi við Persónu- og gagnaverndarstefnu Icelandic Roots,
Samkomulag um þjónustu, notkun, skilmála og varnarþing
Með því að nota gagnagrunn Icelandic Roots (IRDB), www.icelandancestry.com fellst notandi á þá skilmála og skilyrði sem eru sett fram í þessu skjali. Ef notandi er ósammála einhverjum þætti skilmálanna eða skilyrðum á hann ekki að nota gagnagrunninn. Þessum skilmálum kann að verða breytt og verður notendum kynnt það með tölvupósti. Áframhaldandi notkun eftir slíkar breytingar þýðir að notandi hefur fallist á þær.
Nýjasta útgáfa skilmálanna er á vefsíðunni www.icelandicroots.com/terms-of-service.
Þetta vefsetur, sem er helgað íslenskri menningu, sögu og ættfræði, er í eigu og umsjón Icelandic Roots sem er stofnun rekin án hagnaðar („non-profit“) og á varnarþing í Norður-Dakota, USA. Þessir skilmálar eru í samræmi við lög Norður-Dakota ríkis. Varnarþing stofnunarinnar er í Fargo, Norður-Dakota, USA.
Spurningar
Spurningum er varða þessa stefnu eða persónuvernd skal beina til Icelandic Roots í póstfangið Privacy@IcelandicRoots.com.
Ef óskað er aðstoðar eða frekari upplýsinga um vefsetrið er best að beina spurningum á póstfangið Support@IcelandicRoots.com.
Fyrst útgefið 4. jún. 2018
Endurskoðað 6. ágúst 2018
Endurskoðað 15. júlí 2020